Svampur Sveinsson

Loksins náði ég myndunum inná blessuðu tölvuna. Hún hefur verið með einhver leiðindi þessi elska og ekki leyft mér að hlaða inn myndum. En þetta hafðist svo loks get ég sýnt gróflega hvernig ég gerði Svamp Sveinsson.

Hafa ber í huga að þetta er í fyrsta skiptið sem ég reyni að festa ferlið á filmu og sé eftirá að ég hefði átt að taka fleirri myndir ;)

Hér er ég búin að setja tvo botna aaf súkkulaðiköku með smjörkremi á milli og utanum og klæða svo með sykurmassa. Ég notaði ferkanntað mót en það er vel hægt að nota hvaða mót sem er og skera svo kökuna til. Ég ákvað að hafa hana hvíta og spreyja hana svo gula (kemur dekkri og flottari litur með því). Það er ferlega einfalt að lita massann gulan með matarlit og klæða kökuna með gulum massa.

IMG_2257














Hér er ég búin að nota kúluáhald og setja nokkrar holur á Svamp :)

IMG_2259














Ég spreyjaði timburplötu sem ég var búin að klæða með sykurmassa. Það er ekkert mál að nota bara hvítan kökubakka eða kökudisk. Nafnið stakk ég í sykurmassann áður en ég spreyjaði. Ferlega töff hvernig það kemur út :)

IMG_2266














Hér er ég búin að spreyja kökuna gula og setja hana á "plötuna". Passa þarf að staðsetja Svamp á réttan stað uppá fætur og handleggi. 

IMG_2267














Nefið á hann gerði ég daginn áður. Ég mótaði ca eins og ég held að nefið á honum er miðað við myndir sem ég fann á netinu. Reyndi að hafa þa ðí réttu hlutfalli og setti það á tannstöngul. Lét það þorna yfir nótt svo það væri hægt að stinga því bara í kökuna :) 
Ég notaði gum paste hráefni í nefið en það er vel hægt að gera það úr sykurmassa.

IMG_2263



















Ég teiknaði (dró í gegn) andlitiið, fötun, fætur og hendur til að nota til viðmiðunar. Ég teiknaði það ca í þeirri stærð sem kakan er. Augun sker ég svo út úr hvítum sykurmassa.

IMG_2271














Hér er ég búin að staðsetja og festa augun á kökuna. Ég lagði teikninguna ofaná kökuna og teiknaði útlínurnar á augunum og munninum. Munnurinn var bara málaður á með matarlit. Svo gerði ég litlar bláar kúlur og flatti út í augun og málaði svo svarta augasteina. Ég skar svo tennurnar út eftir teikningunni og festi þær á kökuna. Hægt er að nota vatn eða sérstakt kökulím til að festa allt á kökuna

IMG_2273



















Hér er ég búin að setja hvítt á Svamp fyrir skyrtuna. Ég notaði teikninguna til að fá ca línurnar á skyrtunni og merkti á kökuna hvar þetta átti að koma eftir teikningunni. Það sama gerði ég með buxurnar hans. Ég hnoðaði brúnan matarlit í sykurmassann til að fá hann brúnann :) Ég stillti honum á kökuna og skar hann til á honum frekar en að skera út allt og setja svo á kökuna þar sem það getur endað illa ef massinn er svo ekki í réttri stærð.


IMG_2274














Hér er ég búin að móta hendurnar á honum. Ég tók ekki almennilegar myndir af því. Klikkaði á því. Var algjörlega in the zone og steingleymdi myndavélinni ;)


IMG_2275



















Hér er svo kakan tilbúin. Ég viðurkenni að það vantar slatta í ferlið en þetta kemur vonandi með tímanum ;)


IMG_2288



















IMG_2286














Hér er stutt videó sem ég og sonur minn prufuðum að gera ;) Þarna er ég að móta skó á Svamp Sveinsson og svona er flest allt unnið sem ég set á kökurnar eftir tilfinningu ;)




Þetta var bara kvöldmaturinn að afþiðna á borðinu sem sést í ;)

Verði ykkur að góðu og endilega skellið inn spurningum eða kommentum ef þið viljið :)

Kv Anna

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, rosalega flott hjá þér. Er að spá í að fá mér airbrush. Hvaða airbrush notar þú?

Anna (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 19:03

2 Smámynd: Anna Lísa

Hæ hæ

Takk fyrir

Ég keypti mér rándýra græju í föndurbúð í Reykjavík. Ég mæli samt með því að versla af netinu þar sem það er ekki til almennileg pressa á landinu (svo ég viti) plús að airbrushið sem keypt er á netinu getur verið mun betri fyrir kökur þó svo það kosti mun minna.

Þessi græja er svipuð því sem ég hef séð notað í mörgum kökuþáttum:

http://www.amazon.com/Decorating-Airbrush-Warranty-Tankless-Compressor/dp/B001ESKYTE/ref=sr_1_3?ie=UTF8&qid=1392059648&sr=8-3&keywords=cake+airbrush

Ég mæli með svona frekar en það sem er til á Íslandi (svo ég viti allavegna). Getur samt spurt skvísurnar í Allt í köku versluninni hvort þær séu með svona eða hvort þær séu til að panta fyrir þig :) Ef þær hafa tök á því ;)

Kv Anna

Anna Lísa, 10.2.2014 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband